Þúfan opnar sjóndeildarhringinn

Um­hverf­islista­verkið Þúfa eft­ir Ólöfu Nor­dal var form­lega vígt kl. 15 í dag.  Verkið er afrakst­ur sam­keppni sem HB Grandi efndi til í sam­vinnu við Sam­band ís­lenskra mynd­lista­manna (SÍM) og Faxa­flóa­hafn­ir.

Mynd­verkið Þúfa, sem stend­ur við vest­an­verða inn­sigl­ing­una að Reykja­vík­ur­höfn, gegnt Hörpu, er grasi vax­inn hóll með steinþrep­um sem leiða upp á topp hóls­ins. Þar er lít­ill fisk­hjall­ur sem gert ráð fyr­ir að þurrkaður verði há­karl og ann­ar fisk­ur. Hóll­inn er 26 metr­ar í þver­mál og 8 metra hár. Í verkið fóru um 2.400 rúm­metr­ar af jarðefni og efn­is­magnið veg­ur um 4.500 tonn þegar allt er talið, að því er seg­ir á vef HB Granda.

 „Ég vildi gera milt og mjúkt verk sem fólk upp­lif­ir vel á staðnum og að verkið virki á áhorf­and­ann bæði and­lega og lík­am­lega,“ seg­ir Ólöf í sam­tali við Morg­un­blaðiði í dag. Hún bend­ir enn­frem­ur á, að þegar komið sé að því sé það í raun um­hverfið í kring­um það sem við nem­um.

„Það má segja að gengið sé inn í verkið og þegar upp er komið verður all­ur sjón­deild­ar­hring­ur­inn hluti af því.“ Af lista­verk­inu mun sjást vel yfir gamla bæ­inn, höfn­ina og út á sund­in.

 „Verkið heit­ir Þúfa í merk­ing­unni lítið fjall. Þegar gengið er upp á fjallið blas­ir við okk­ur fiski­hjall­ur þar sem verður þurkaður fisk­ur. Það er til­vís­un í starf­semi HB Granda en um leið opn­ast líka sjón­deild­ar­hring­ur­inn og fólk nem­ur alla borg­ina og sund­in,“ sagði Ólöf enn­frem­ur í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Vígslu­at­höfn­in hefst hófst með ávarpi  Vil­hjálms Vil­hjálms­son­ar, for­stjóra HB Granda. Auk Vil­hjálms sögðu Ólöf Nor­dal mynd­list­armaður og Hjám­ar Sveins­son, formaður stjórn­ar Faxa­flóa­hafna, nokk­ur orð. Jón Gn­arr, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, vígði lista­verkið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert