Umræða um fjárlög hefst kl. 14

Fundur hefst á Alþingi kl. 14
Fundur hefst á Alþingi kl. 14 mbl.is/Rósa Braga

Fundur hefst á Alþingi kl. 14 í dag, en þá hefst 3. umræða um fjárlagafrumvarpið. Umræðunni var frestað ítrekað í gær eftir kjaraviðræður komust í gang að nýju. Upphaflega var fundurinn boðaður kl. 10.

Stjórnvöld hafa gefið til kynna að þau séu tilbúin til að gera breytingar á skattþrepum til að boðuð skattalækkun nýtist betur þeim sem eru með lægstu launin. Þau hafa hins vegar hafnað kröfu ASÍ um hækkun skattleysismarka.

Vonast eftir að staðan í kjaraviðræðum verði orðin skýrari þegar líður á daginn, en stjórnvöld hafa lagt áherslu á að þau vonist eftir að búið verði að ná saman um nýjan kjarasamning áður en atkvæði verði greidd um fjárlagafrumvarpið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka