Örlítið fleiri segjast styðja ríkisstjórnina nú er fyrir einum mánuði, samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup, sem RÚV sagði frá í kvöld. Nú segjast 48% styðja hana, en hlutfallið var 45% í síðustu könnun.
Litlar breytingar verða á fylgi flokkanna milli kannanna. Framsóknarflokkurinn er með rúmlega 16% fylgi, bætir við sig frá síðustu könnun, en er nokkuð langt frá fylginu í kosningunum. Samfylkingin er með 15% og tapar fylgi milli mánaða og Vinstri grænir er með rúm 13%. Björt framtíð er jafn stór VG, en Píratar bæta við sig tveimur prósentustigum á milli kannana og mælast nú með 11% fylgi.
Úrtak könnunarinnar var rúmlega 4.400 manns og svarhlutfallið tæplega 61%. Af þeim tóku 80% afstöðu, 12% neituðu að svara eða tóku ekki afstöðu og 8% sögðust ætla að skila auðu eða kjósa ekki.