Uppskrift að öðrum samningum

Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju og formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur fulla trú á að félagsfólk samþykki kjarasamninginn sem undirritaður var í gær.

Þetta kemur fram á fréttavefnum Vikudegi.

„Þetta er öðruvísi samningur en lagt var upp með í byrjun. Auðvitað hefðum við viljað fá meira út úr samningnum, en miðað við aðstæður er ég nokkuð sáttur með útkomuna. Mikið er lagt upp því að halda stöðuleika, halda niðri verðbólgu og gæta aðhalds í hækkunum á gjaldskrám. Við höfum til dæmis séð góðan árangur af því bréfi sem Eining-Iðja sendi á sveitarfélög í Eyjafirði um að hækka ekki gjaldskrár. Vonbrigðin voru að ríkistjórnin vildi ekki hækka persónuafslátt sem hefði komið best út fyrir tekjulága,“ segir Björn í samtali við Vikudag.

Heldurðu að samningarnir verði samþykktir af félagsfólki?

„Nú verður farið að vinna að því að kynna félagsfólki samninginn og láta greiða atkvæði um hann. Ég vona að fólk greiði atkvæði. Ég held að fólk vilji reyna að ná stöðuleika og þetta er eitt skrefið, ég hef fulla trú á því að hann verði samþykktur. Þetta er tilraun til eins árs og ef hún gengur,  munu allir græða á henni.“

„Heldurðu að þessir samningar gefi línuna fyrir önnur stéttarfélög?

 „Ég held að þetta verði uppskriftin að öllum þeim samningum sem koma á eftir,“ segir Björn Snæbjörnsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert