Verkalýðshreyfingin hefur brugðist

Frá undirritun kjarasamninganna í Karphúsinu í gærkvöldi.
Frá undirritun kjarasamninganna í Karphúsinu í gærkvöldi. mbl.is/Golli

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist vera bæði sorgmæddur og reiður fyrir hönd íslensks verkafólks. En hann er afar ósáttur við þá kjarasamninga sem aðilar vinnumarkaðarins undirrituðu í gærkvöldi. 

„Mér sýnist að íslensk verkalýðshreyfing sé endanlega að deyja drottni sínum vegna kjarkleysis og aumingjadóms,“ bloggar Vilhjálmur. Verkalýðsfélag Akraness er á meðal þeirra stéttarfélaga sem neituðu að skrifa undir samkomulagið í gær.

Hann segir að hátekjufólk sé einvörðungi að fá 42.000 kr. í skattalækkun á meðan lágtekjufólkið fái enga skattalækkun en launahækkunin skili litlu meira en skattalækkun hátekjufólksins, eða 68.000 kr.

„Þið verðið að fyrirgefa mér en óréttlætið og misskipting er allsráðandi og ég fer ekki ofan af því að íslensk verkalýðshreyfing hefur brugðist þessu fólki illilega og er því nánast að deyja drottni sínum. Því segi ég blóm og kransar eru af þakkaðir en þeir sem vilja minnast verkalýðshreyfingarinnar er bent á að styrkja lágmarkstaxta verkafólks,“ skrifar Vilhjálmur.

Kjarasamningar undirritaðir

Vilhjálmur Birgisson.
Vilhjálmur Birgisson. mbl.is/Steinar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert