„Mér er gróflega misboðið“

Kjarasamningarnir voru undirritaðir og handsalaðir sl. laugardagskvöld. Björgólfur Jóhannsson, formaður …
Kjarasamningarnir voru undirritaðir og handsalaðir sl. laugardagskvöld. Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, takast í hendur. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari stendur á milli þeirra. mbl.is/Golli

Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, seg­ir að ásak­an­ir um aukna mis­skipt­ingu vegna ný­gerðra kjara­samn­inga hafi mis­boðið hon­um gróf­lega.

Gylfi fer ít­ar­lega yfir stöðu mála í pistli sem hann birt­ir á vef ASÍ.

„Fimm fé­lög inn­an Starfs­greina­sam­bands Íslands ákváðu að skrifa ekki und­ir kjara­samn­ing sam­bands­ins á laug­ar­dags­kvöldið, en ákváðu þó að standa að samn­ing­un­um, því að fé­lög­in drógu ekki til baka umboð sem þau höfðu falið Starfs­greina­sam­band­inu til að gera kjara­samn­ing fyr­ir sína hönd sem þeim var þó í lófa lagið.  Í þess­um fé­lög­um eru ríf­lega 3.000 fé­lags­menn af þeim 81.000 fé­lags­mönn­um sem um­rædd­ir kjara­samn­ing­ar ná til, eða um 4,7%,“ skrif­ar Gylfi.

„Óánægja þess­ara for­ystu­manna með inni­hald samn­inga var ekk­ert eins­dæmi, marg­ir voru ósátt­ir með af­stöðu rík­is­stjórn­ar­inn­ar gagn­vart þeim tekju­lægstu. Það var hins veg­ar greini­legt að for­ystu­menn þess­ara fé­laga voru sam­mála fé­lög­um sín­um um stöðumatið, að ekki væri lík­legt að þeir gætu sótt eitt­hvað meira með því að aft­ur­kalla umboðið til gerðar kjara­samn­inga því það gátu þeir gert al­veg fram að und­ir­rit­un samn­ing­anna kl. 21:00 á laug­ar­dags­kvöldið. Því und­ir­ritaði meiri­hluti samn­inga­nefnd­ar Starfs­grein­sam­bands Íslands kjara­samn­ing­anna fyr­ir hönd allra aðild­ar­fé­laga SGS og fé­lags­menn þess­ara stétt­ar­fé­laga munu ásamt öðrum fá tæki­færi til þess að lýsa skoðun sinni á þess­um samn­ing­um í janú­ar. Það vek­ur undr­un, í ljósi þess að fram­an­greind­ir for­ystu­menn ákváðu að aft­ur­kalla ekki umboðið til gerðar kjara­samn­ings, hvernig sum­ir þeirra hafa síðan af mik­illi vand­læt­ingu og virðing­ar­leysi ráðist á fé­laga sína . Um þver­bak keyr­ir þegar þeir full­yrða að þess­ir kjara­samn­ing­ar, þar sem enn einu sinni er lögð áhersla á að hækka lægstu laun hlut­falls­lega meira en önn­ur laun, leiði til auk­inn­ar mis­skipt­ing­ar og að ég og aðrir for­ystu­menn hafi valið þessa leið vegna eig­in hags­muna,“ skrif­ar hann enn­frem­ur.

„Ég verð að viður­kenna að  mér er gróf­lega mis­boðið, ekki bara fram­ganga þess­ara fé­laga minna held­ur ekki síður hvernig fjöl­miðlar hafa hampað þess­um aðilum án þess að leita eft­ir skoðunum for­ystu­manna þeirra 95% fé­lags­manna sem ákváðu að axla fulla ábyrgð á stöðumat­inu með und­ir­rit­un kjara­samn­ing­anna,“ skrif­ar Gylfi.

Hann seg­ir merki­legt að hlusta á þær gagn­rýn­isradd­ir sem komið hafa fram, því það sé ekki svo að verka­lýðshreyf­ing­in hafi sjálf­dæmi um launa­hækk­an­ir.

„Þvert á móti er hér um nokkuð harða hags­muna­bar­áttu að ræða og ekki sjálf­gefið hver niðurstaðan er. Það má al­veg segja það hér að SA var lengst af kloss­fast í því að launa­hækk­an­ir yrðu ekki meiri en 2% og þeir höfnuðu al­farið krónu­tölu­hækk­un á lægstu laun­in. Niðurstaðan varð hins veg­ar sú að lægstu laun hækkuðu um ríf­lega 5% þegar ASÍ hafði náð inn krónu­tölu­hækk­un­inni,“ skrif­ar Gylfi.

Pist­ill Gylfa í heild.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert