Óveður á Holtavörðuheiði

mbl.is/Ómar
Vegna snjóflóðahættu eru vegirnir um Súðavíkurhlíð og Ólafsfjarðarmúla lokaðir. Vegagerðin vekur athygli á mjög slæmri veðurspá og horfum á að vegir á Vestfjörðum og vestantil á Norðurlandi gætu lokast í kvöld.

Það eru hálkublettir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Á Suðurlandi er víðast hvar nokkur hálka. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut.

Hálka, snjóþekja, skafrenningur og snjókoma er á flestum leiðum á Vesturlandi. Ófært og stórhríð er á Fróðárheiði. Óveður er á sunnanverðu Snæfellsnesi. Ófært og stórhríð er á Bröttubrekku. Þungfært og óveður er á Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er víðast hvar hálka eða snjóþekja á láglendi. Lokað er um Súðavíkurhlíð. Ófært og óveður er á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Þæfingsfærð og stórhríð er í Önundarfirði og varðað er við óveðri á Ennishálsi og í Svínadal. Ófært, óveður og stórhríð er á Gemlufallsheiði, Klettshálsi, Kleifaheiði, Hálfdán og Mikladal. Flughálka er í vestanverðum Hrútafirði. Það er þæfingsfærð og snjókoma norður í Árneshrepp á Ströndum.

Snjókoma er um mestallt Norðurland og það er hálka eða snjóþekja á nánast öllum vegum. Þungfært og óveður er á Þverárfjalli. Flughálka og óveður er á milli Laugabakka og Blönduóss sem og á Siglufjarðarvegi. Einnig er óveður við Stafá. Hálka og stórhríð er í Langadal. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Öxnadalsheiði.

Snjóþekja eða hálka er á flestum vegum á Austurlandi. Hálka eða hálkublettir og sumstaðar éljagangur eru með ströndinni frá Eskifirði suður að Vík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert