Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, talaði lengst allra á haustþingi, eða í 790 mínútur samtals.
Steingrímur hefur áður hlotið þann heiður að vera ræðukóngur Alþingis, að því er fram kemur í samantekt um ræðutíma einstakra þingmanna í Morgunblaðinu í dag.
Steingrímur talaði töluvert lengur en hinn almenni þingmaður, en meðalræðutími þingmanna var 175 mínútur. Alls töluðu þingmenn í 11.028 mínútur á haustþinginu.