Björgunarsveitir kallaðar út

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á ýmsum stöðum á landinu þar sem erlendir ferðamenn virðast ekki átta sig á aðstæðum og ekki leita eftir upplýsingum um veður og færð.

Verið er að sækja erlenda ferðamenn á Fróðárheiði á Snæfellsnesi, Jökuldal við Möðrudalsöræfi, Suðurlandsveg við Pétursey, Biskupstungnabraut við Skálholtsveg og síðan á Mosfellsheiði en þar virðast nokkrir vera í vandræðum.  Á öllum þessum stöðum er vont veður og færð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert