Erfiðir sjúkraflutningar yfir Fjarðarheiði

Það er ófært víða um land.
Það er ófært víða um land. Theódór K. Þórðarson

<span><span>Björg­un­ar­sveit­in Ísólf­ur á Seyðis­firði vinn­ur nú hörðum hönd­um af því að koma sjúk­lingi á Eg­ilsstaði, þaðan sem fljúga á með hann til Reykja­vík­ur, en Fjarðar­heiðin er kol­ó­fær.</​span></​span>

Snjó­bíll sveit­ar­inn­ar og snjó­bíll­inn af skíðasvæði Seyðfirðinga eru notaðir til að grófmoka leiðina og er svo áætlað að nota breytt­an jeppa björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar til að aka sjúk­lingn­um yfir.

Verkið geng­ur þó hægt en Vega­gerðin er að gera sitt til að flýta fyr­ir og kem­ur Eg­ilsstaðameg­in frá með snjó­blás­ara og plóg, að sögn Lands­bjarg­ar.

Ástand manns­ins er ekki talið al­var­legt en hann þarf þó að kom­ast und­ir lækn­is­hend­ur.

Þá urðu marg­ir inn­lyksa á Eg­ils­stöðum í gær. Opna þurfti gisti­heim­ili fyr­ir ferðamenn og aðra sem lentu í vand­ræðum vegna óveðurs­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka