Tvö hross lentu í krapaflóði við bæinn Hanhól nærri Bolungarvík í dag. Hestana sakaði ekki, en Jóhann Hannibalsson, bóndi á Hanhóli, segir að hrossin hafi að öllum líkindum ekki verið lengi í snjónum.
„Þau hafa ábyggilega lent í snjóflóði og henst niðrí á,“ segir Jóhann. „Það virðist vera að þetta hafi bara farið vel. Miðað við ástand hrossanna voru þau ekki lengi í vatni, en vatnið náði þeim upp að haus.“