Messar ekki í ár

Sr. Hjálmar messar ekki þessi jólin.
Sr. Hjálmar messar ekki þessi jólin. Kristinn Ingvarsson

Jól­in eru með óvenju­legu sniði í ár hjá séra Hjálm­ari Jóns­syni sókn­ar­presti Dóm­kirkj­unn­ar. Hann er í veik­inda­leyfi til 1. mars og mun því ekki messa um hátíðarn­ar nú í fyrsta sinn í lengri tíma.

„Það er sér­stök til­finn­ing að vera ekki að messa þetta árið. Ég vígðist til prests árið 1976 og síðan þá hafa jól­in alltaf verið mjög anna­sam­ur tími ef frá eru tal­in þau sex ár sem ég starfaði sem alþing­ismaður en þá fann ég fyr­ir þess­um sömu frá­hvarf­s­ein­kenn­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

„Það var þó ósköp ljúft að setj­ast inn í kirkj­una í gær­kvöldi og taka þátt í helgi­hald­inu með sín­um söfnuði sem maður hef­ur verið að þjóna og mun þjóna áfram að veik­inda­leyf­inu loknu.“

Séra Hjálm­ar fékk blóðtappa í ann­an fót­inn og þurfti að fara í aðgerð sem heppnaðist vel.

„Þetta kom til út af göml­um meiðslum og það er varla segj­andi frá því að virðuleg­ur dóm­kirkjuprest­ur hafi fyr­ir fjór­um árum verið að leika sér á fjór­hjóli. Við feðgarn­ir vor­um að keyra upp hjá Kaldár­seli og hjólið mitt fór út af í beygju og hjólið lenti á fæt­in­um mín­um. Fót­ur­inn bólgnaði upp og síðan þá hef ég glímt við verki í fæt­in­um. Síðan hef­ur ein­hver æðakölk­un átt sér stað og eft­ir að hafa leitað ráða hjá lækn­um þá kom í ljós þessi tappi. Auðvitað er blóðtappi hættu­leg­ur en hann hefði getað farið í heil­ann eða lungu en sem bet­ur fer kom það ekki til og er það okk­ar góða lækn­isliði að þakka. Maður er svo þakk­lát­ur fyr­ir að hafa sloppið vel.“

Séra Hjálm­ar seg­ir lækn­ana hafa staðið sig mjög vel. „Ég verð jafn­góður ef ekki betri eft­ir þessa góðu meðhöndl­un okk­ar frá­bæra læknaliðs.“

Séra Hjálm­ar seg­ir ró­leg­heit­in góða æf­ingu fyr­ir efri árin. „Þetta er ósköp ró­legt. Fjöl­skyld­an hef­ur það fyr­ir sið að hitt­ast eft­ir messu á jóla­dag og svo er skírn barna­barns á laug­ar­dag­inn en ég hef það nú al­veg af að skíra,“ seg­ir Hjálm­ar og hlær. „Þá eru ýmis verk­efni sem bíða mín en það eru til dæm­is tveir sálm­ar sem mig lang­ar til þess að þýða. Nú nýt­ur maður hátíðar­inn­ar og ósk­ar öll­um gleðilegra jóla.“

Séra Hjálm­ar Jóns­son verður í veik­inda­leyfi til 1. mars 2014. Í leyfi hans þjón­ar séra Karl Sig­ur­björns­son bisk­up.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert