Rúta fauk út af veginum

Víða er þungfært á landinu í dag. Laust fyrir hádegi fauk rúta út af veginum nálægt Geysi í Haukadal. Allir um borð sluppu ómeiddir, að sögn lögreglu. Fólk er varað við því að leggjast í ferðalög yfir hátíðirnar.

Ferðamenn hafa víða lent í vandræðum vegna veðursins yfir jólin. Meðal annars þurftu björgunarsveitarmenn í gær að hjálpa rútu með um 20 ferðamönnum til byggða af Mosfellsheiði. 

Þá fengu 47 erlendir ferðamenn inni á hóteli á Klaustri í nótt, eftir að hafa verið fluttir þangað með bryndreka björgunarsveita undir Eyjafjöllum. Þeir hföðu verið í þremur litlum rútum við Sandfell, þegar rúður brotnuðu undan vindinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert