Kirkjan safnaði 15,3 milljónum

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, afhenti Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, …
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, afhenti Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, söfnunarféð. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Söfnun þjóðkirkjunnar til stuðnings kaupa á línuhraðli á Landspítala er lokið. Alls söfnuðust 15.360.000 krónur. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hitti Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, í dag og afhenti honum söfnunarféð.

Í bréfi sem hún sendi þjóðkirkjufólki í dag þakkar hún fyrir bænir og framlag til þessa málefnis. Hún tilkynnti jafnframt að ákveðið hefði verið að helga einn sunnudag kirkjuársins heilbrigðisþjónustunni í landinu. Það verður 19. október á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert