Kona var handtekin á Laugavegi um þrjúleytið í nótt, grunuð um að hafa slegið dyravörð á skemmtistað í andlitið. Konan var ölvuð að sögn lögreglu. Hún var vistuð í fangageymslu í nótt, þar til hægt verður að ræða við hana.
Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um slys í veitingahúsi við Austurstræti. Þar var kona talin líklega handleggsbrotin eftir fall. Enginn sjúkrabíll var laus og var konan því flutt með lögreglubíl á slysadeild til aðhlynningar.
Mikið var um tilkynningar til lögreglu í nótt um hávaða í heimahúsum. Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir á Vesturlandsvegi, grunaðir um ölvun við akstur, og einn í Hraunbæ grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og að aka sviptur ökuréttindum.