Mikið álag á bráðamóttöku

Erilsöm vakt á bráðamóttökunni.
Erilsöm vakt á bráðamóttökunni. mbl.is/Árni Sæberg

Mikið álag hef­ur verið á bráðamót­tök­unni í Foss­vogi yfir hátíðarn­ar. Sér­fræðing­ur á bráðamót­tök­unni seg­ir lok­an­ir yfir hátíðarn­ar hafi sett mark sitt á starf bráðamót­tök­unn­ar.

„Ástandið hef­ur verið mjög þungt og við höf­um fundið fyr­ir ákveðnu úrræðal­eysi vegna skorts á hjúkr­un­ar­pláss­um.“

Met­dag­ur á þriðja í jól­um

Þegar frí­dag­arn­ir hitt­ast svona á eins og í ár þá fær­ist hit­inn og þung­inn af heil­brigðis­kerf­inu og yfir á bráðamót­tök­una, að sögn sér­fræðings­ins. Met­dag­ur varð til dæm­is 27. des­em­ber, þriðja í jól­um, sem reynd­ist gríðarlega þung­ur dag­ur á bráðamót­tök­unni.

„Fyr­ir utan öll smá­slys­in sem koma inn á okk­ar borð þá er mikið af ungu fólki að leita til okk­ar frek­ar en að leita annarra úrræða eins og til dæm­is þjón­ustu heilsu­gæslu eða lækna­vakt­ar­inn­ar. Þá leit­ar eldra fólk sem hef­ur lít­inn stuðning heima við einnig mikið til okk­ar,“ seg­ir sér­fræðing­ur­inn. 

„Þegar ástandið er þannig að erfitt er fyr­ir eldra fólk að kom­ast í hjúkr­un­ar­rými og fá þann stuðning sem það þarf á að halda. Þegar eitt­hvað út af bregður þá get­ur það hvergi leitað annað en hingað. Yf­ir­leitt er lítið um töfra­lausn­ir sem við höf­um en þegar allt annað þrýt­ur end­ar það þannig að fólk leggst inn á spít­al­ann. Það þarf að velja hvenær gripið er til slíkra úrræða og þá fjölg­ar um leið þeim sem leita á bráðamót­töku og það er reynt á meðferð heima fyr­ir sem oft­ast nær geng­ur upp.“ 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert