Stungu af án þess að borga

Menn úr Björgunarsveitinni Heimamönnum í Reykhólahreppi og Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík fóru fyrir nokkru upp á Þröskulda til aðstoðar fólki sem sat þar fast í þremur bílum. Fólkið var flutt á gististað hjá Ferðaþjónustunni Þurranesi í Saurbæ en bílarnir skildir eftir.

Þegar kom fram á morgun daginn eftir kom í ljós að fólkið var farið frá Þurranesi og hafði fengið far til að sækja bílana. Í einum bílnum var par sem kom svo aftur og gerði upp gistinguna en fólkið í hinum bílunum lét aldrei sjá sig né heldur heyra frá sér, að því er segir í frétt á Reykhólavefnum.

 „Maður bara skilur þetta ekki,“ segir segir Brynjólfur Víðir Smárason, formaður Björgunarsveitarinnar Heimamanna. „Þarna eru menn úr tveimur björgunarsveitum búnir í sjálfboðavinnu að bjarga fólki í vandræðum, og svo er ekki einu sinni hægt að borga fyrir gistinguna sem búið var að kaupa, heldur stungið af. Þetta er ekki bara leiðinlegt, þetta er ljótt,“ segir Brynjólfur samtali við Reykhólavefinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert