Ferðamennirnir skjóta líka upp

Þeir ferðamenn sem hafa prufað að taka virkan þátt í hinni séríslensku og handahófskenndu flugeldamenningu hafa haft mikla ánægju af að sögn Ingólfs Haraldssonar, hótelstjóra Hilton Nordica, enda séu gamlárskvöld á Íslandi mjög frábrugðin því sem íbúar erlendra stórborga þekkja.

Hann segir ferðamenn frá Asíu vera fjölmenna yfir áramótin og þá sér í lagi Japanska. Fólk sækist í að gera hluti sem heimamenn stundi líkt og að fara í sund og fara á brennur. Þá segir hann að mikil bót sé í hversu framboð af afþreyingu á þessum tíma hafi aukist sem hjálpi til við að laða fólk til landsins.

Mikið aðdráttarafl er í áramótunum og Ingólfur segir að margir ferðamenn séu að koma aftur eftir að hafa annaðhvort upplifað áramótin hér eða hafi verið á landinu á öðrum tíma og vilji nú kynnast hinum séríslensku áramótum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert