Forysta síðustu ríkisstjórnar var andvíg leiðréttingu

Skuldamál heimila voru í brennidepli í síðustu kosningum.
Skuldamál heimila voru í brennidepli í síðustu kosningum. mbl.is/Sigurður Bogi

Forystumenn ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna voru andvígir hugmyndum nokkurra þingmanna Samfylkingar um aðgerðir í þágu skuldugra heimila og átti það þátt í að þær fengu aldrei brautargengi hjá stjórninni.

Þetta segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og utanríkisráðherra í síðustu stjórn. Steingrímur J. Sigfússon, fv. formaður VG, afþakkaði að heyra endursögn á ummælum Össurar um málið í þættinum Sprengisandi.

„Í fyrsta lagi heyrði ég ekki hvað Össur Skarphéðinsson var að tala um. Í öðru lagi ætla ég ekki að láta toga mig út í það að fara að taka þátt í rökræðum við einhverja sem vilja búa til þá mynd af sér að þeir hafi viljað vera betri en aðrir í fyrrverandi ríkisstjórn,“ sagði Steingrímur, en fjallað er um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert