Samfylking fari í naflaskoðun

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson. Rax / Ragnar Axelsson

„Flokk­ur­inn þarf að skilja hvað fór úr­skeiðis bæði und­ir lok kjör­tíma­bils­ins og í kosn­inga­bar­átt­unni – því hann varð sann­ar­lega viðskila við kjós­end­ur sína. Menn gera það ekki með því að plástra af­hroðið með gleymsku tím­ans,“ seg­ir Össur Skarp­héðins­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, um stöðu síns flokks.

Ásamt því að kalla eft­ir end­ur­skoðun inn­an Sam­fylk­ing­ar­inn­ar harm­ar Össur í ít­ar­legu viðtali við mbl.is að síðasta rík­is­stjórn skyldi ekki gera meira í þágu skuldugra heim­ila. Hann hafi lagt fram til­lög­ur að 140 millj­arða niður­færslu lána.

Össur tel­ur þannig að eng­inn einn þátt­ur hafi orðið stjórn­inni að „jafn digru fóta­kefli“ í síðustu kosn­ing­um og að hún skyldi ekki í kjöl­far dóms­ins um Árna Páls-lög­in ná niður­stöðu um aðgerðir í þágu heim­ila með verðtryggðar skuld­ir.

Hæstirétt­ur dæmdi geng­is­tryggð lán ólög­leg í júní 2010 og voru lög­in kennd við nú­ver­andi formann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar samþykkt 22. des­em­ber sama ár. Fólu þau í sér að miða ætti við lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabanka Íslands af lán­un­um. 

„Frá upp­hafi var einn ráðherra þeirr­ar skoðunar að það ætti að fara í al­menna skuld­aniður­færslu. Ögmund­ur Jónas­son tjáði það op­in­ber­lega og margoft í grein­um. Eft­ir geng­islána­dóm­inn í fe­brú­ar 2012 var mjög al­menn krafa um það inn­an míns flokks, þ.á.m.í þing­flokki Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, að líkna yrði þeim hópi sem hafði stökk­breytt­ar verðtryggðar skuld­ir á sín­um herðum.

Á þeim tíma hafði hóp­ur þing­manna Sam­fylk­ing­ar und­ir for­ystu Helga Hjörv­ar - Skúli Helga­son og Björg­vin G. Sig­urðsson voru í þeim hópi - lagt fram mótaðar hug­mynd­ir. Helgi lýsti hugs­un­inni í þeim í þing­ræðu í umræðum eft­ir Árna Páls-lög­in, og síðar í forsíðuviðtali við eitt dag­blaðanna.

Helgi sótti fast að fá málið til sín í efna­hags- og skatta­nefnd, og eft­ir ít­ar­lega umræðu í þing­flokkn­um var hann studd­ur af þorra þing­manna okk­ar. Það varð niðurstaða í þing­flokkn­um að veita Helga for­sjá um úr­lausn máls­ins með því að láta hana í hend­ur efna­hags- og skatta­nefnd þar sem hann var formaður og vinna í anda fyrr­nefndra hug­mynda. Það gekk svo til baka vegna and­stöðu sem kom upp í báðum stjórn­ar­flokk­un­um,“ seg­ir Össur sem vill ekki nefna nein nöfn.

Ekki vilji hjá rík­is­stjórn­inni

Össur lýs­ir fram­hald­inu svo.

„Það leið skamm­ur tími þangað til kom fram að þunga­vigt beggja flokk­anna í rík­is­fjár­mál­um óttaðist að rík­is­sjóður gæti ekki staðið und­ir kostnaðinum, þó hug­mynd­irn­ar væru langt frá ítr­ustu hug­mynd­um Fram­sókn­ar.

Málið var sett í ann­an far­veg, sem ég hef áður op­in­ber­lega túlkað sem leið til að svæfa það. Þegar lengra vatt fram, þegar kom fram á þetta ár, voru ýms­ir þeirr­ar skoðunar í Sam­fylk­ing­unni að nýta ætti það svig­rúm sem skap­ast myndi úr viður­eign við kröfu­hafa, til að færa niður skuld­ir. Það hlaut ekki næg­an hljóm­grunn í þing­flokki Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og menn voru van­trúaðir á að það yrði yf­ir­leitt hægt að skapa svig­rúmið fræga.

Þetta var ít­ar­lega rætt og text­ar lagðir fram um það í hópi for­ystu­manna. Sjálf­ur sagði ég op­in­ber­lega í kosn­inga­bar­átt­unni sl. vor - og lýsti því einnig yfir í grein - að ég taldi að fara ætti niður­færslu­leið sem miðaðist fyrst og fremst við þá sem verst urðu úti, þá sem Helgi Hjörv­ar hafði gróf­lega skil­greint sem hóp­inn sem keypti fast­eign á ár­un­um 2004 til 2008.

Upp­hæðin sem ég nefndi að ætti að lækka skuld­ir um var svipuð og nú­ver­andi rík­is­stjórn tók svo ákvörðun um, eða 140 millj­arðar,“ seg­ir Össur sem kvaðst vegna efa­semda um að svig­rúmið yrði hægt að sækja hafa lagt til í grein­inni að fjár­magnið yrði sótt í af­nám skattaund­anþágu á fjár­mála­fyr­ir­tæki í slitameðferð og með skatti á arð bank­anna.

„Það hljóm­ar kunn­ug­lega í dag,“ sagði Össur.

Fjár­magnið kæmi í gegn­um banka­skatta 

- Hvað voru marg­ir í þing­flokki Sam­fylk­ing­ar á þess­ari skoðun fyr­ir kosn­ing­arn­ar sl. vor?

„Þeir voru þó nokkr­ir, fyr­ir utan mig voru það t.d. Kristján L. Möller, Björg­vin G. Sig­urðsson, og Helgi Hjörv­ar sem vildu renna þessa slóð. Menn höfðu efa­semd­ir um að hægt væri að fram­kallað svig­rúmið marg­um­talaða gagn­vart samn­ing­um við kröfu­haf­ana nægi­lega fljótt til að nýta það í þessu skyni, og voru svipaðrar skoðunar og nú­ver­andi fjár­málaráðherra um að tæk­ist það að lok­um, ætti að nýta það til að lækka skuld­ir rík­is­ins.

Ég setti þá fram til­lögu um það í fyrr­nefndri grein að sækja fjár­magn til skulda­lækk­ana til kröfu­hafa með öðrum hætti, þ.e.a.s. með því að af­nema und­anþág­una sem fjár­mála­fyr­ir­tæki í slitameðferð höfðu frá banka­skatti, og hækka hann, auk þess að skatt­leggja of­ur­hagnað bank­anna, sem hafði verið gríðar­mik­ill árin frá hruni. Það reynd­ist ein­fald­lega ekki hljóm­grunn­ur fyr­ir því að þetta yrði að odda­máli í kosn­inga­bar­átt­unni.“  

Aðgerðir Fram­sókn­ar áttu að vera án tak­mark­ana

- Skulda­mál­in voru eitt af stóru mál­um síðasta kjör­tíma­bils. Eld­ar loguðu fyr­ir utan Alþingi við þing­setn­ingu haustið 2010 og var ein meg­in kraf­an sú, að ráðist skyldi í aðgerðir fyr­ir skuldug heim­ili. Þetta var mál sem brann á mörg­um. Af hverju tel­urðu að andstaða hafi verið uppi inn­an beggja flokka við þess­ar hug­mynd­ir?

„Skulda­lækk­un­ar­til­lög­ur, til dæm­is Fram­sókn­ar, sem þá voru uppi, voru miklu hærri og án nokk­urra tak­mark­ana eða há­marks, ein­sog var reifað í hug­mynd­um þing­manna Sam­fylk­ing­ar up­p­úr geng­islána­dómn­um, og síðar, og miklu víðfeðmari en nú­ver­andi rík­is­stjórn afréð núna í haust. Sum­ir töldu líka að vanda­málið væri ekki svona stórt, og varðaði frek­ar greiðslu­getu en bein­lín­is skulda­magn. Í kjöl­far þessa tóku menn ákvörðun um að nýta sér­stak­ar vaxta­bæt­ur til að létta greiðslu­byrðina, og 110-pró­sent leiðina til að lækka skuld­irn­ar. Svo var búin til leið fyr­ir þá sem voru í verst­um vanda með sér­tækri skuldaaðlög­un.

Sú leið gaf góða raun fyr­ir þá sem komust þar í gegn, en reynd­ist sein­fær og af­kasta­lít­il. For­ysta rík­is­stjórn­ar­inn­ar lýsti svo ít­rekað yfir að ekki yrði ráðist í frek­ari aðgerðir, og reynsl­an hef­ur sýnt að það voru mis­tök. Mestu skipti auðvitað að matið sem lagt var á kostnaðinn við al­menn­ar skuldaaðgerðir á þeim tíma var afar hátt, og menn töldu að rík­is­sjóður hefði ekki á þeim tíma ráðrúm fyr­ir þær. Svig­rúmið fræga kom ekki í aug­sýn fyrr en með laga­breyt­ingu sem færði bú föllnu bank­anna und­ir gjald­eyr­is­höft­in – sem nú­ver­andi stjórn­ar­flokk­ar studdu ekki, svo ótrú­lega sem það hljóm­ar í dag.“  

Beðið eft­ir skjald­borg­inni

- Segj­um sem svo að síðasta rík­is­stjórn hefði farið í eða að minnsta kosti boðað þær aðgerðir sem þú sjálf­ur lagðir til í kosn­inga­bar­átt­unni sl. vor. Hefði það haft af­ger­andi áhrif á út­komu kosn­ing­anna?

„Ég tel lík­legt að það hefði haft veru­leg áhrif á úr­slit kosn­ing­anna ef menn hefðu kynnt raun­hæf­ar aðgerðir varðandi verðtryggðu skuld­irn­ar í kjöl­far geng­islána­dóms­ins í fe­brú­ar 2012. Lof­orðið um „skjald­borg heim­il­anna“ klingdi auðvitað og eft­ir að geng­islána­hóp­ur­inn hafði fengið úr­lausn með dómi  upp­lifðu verðtryggðu skuld­ar­arn­ir mikla ósann­girni á sín­um eig­in herðum. Ekk­ert varð stjórn­ar­flokk­un­um að jafn digru fóta­kefli og þetta ein­staka atriði, þó aðrir þætt­ir hafi vita­skuld spilað inn í.“

- Kann að vera að Evr­ópu­mál­in séu ekki fall­in til vin­sælda og að það eigi sinn þátt í að flokk­ur­inn mæl­ist ekki með meira fylgi?

„Væri full­yrðing­in í spurn­ing­unni rétt hefði Sam­fylk­ing­in rokið upp í kjöl­far þess að stuðning­ur bæði við fram­hald aðild­ar­viðræðna og aðild­ina sjálfa hef­ur snöggt­um auk­ist upp á síðkastið. Það hef­ur því miður ekki gerst. Staðreynd­in er líka sú að kosn­ing­arn­ar snér­ust um allt aðra hluti en Evr­ópu­mál­in – þær snér­ust um lof­orð Fram­sókn­ar um að lækka höfuðstól skulda lands­manna um 300 millj­arða. All­ir vita hvernig það fór.“

Sam­fylk­ing­in viðskila við kjós­end­ur sína

- Nú þykir ágætt hjá VG að mæl­ast með 14% fylgi. Sam­bæri­leg­ir flokk­ar á Norður­lönd­um mæl­ast ekki mikið sterk­ari. Í þinni for­mannstíð náði Sam­fylk­ing­in upp und­ir 32% en fylgi flokks­ins hef­ur hins veg­ar mælst lágt á ár­inu og langt und­ir því mark­miði frá síðasta ára­tug, að ná jafn­stöðu við Sjálf­stæðis­flokk­inn. Hvað mun það taka Sam­fylk­ing­una lang­an tíma að ná fylg­inu upp, þó ekki væri nema í 20%?

„Við höf­um þegar séð glitta í 20% í stöku könn­un. Það er hins veg­ar óhemju verk að vinna upp hreyf­ingu sem lend­ir í viðlíka ham­förum og kosn­ing­arn­ar voru Sam­fylk­ing­unni. Það fer til dæm­is eft­ir því hvernig flokk­ur­inn vinn­ur úr ósigr­in­um.

Hingað til hef­ur hann bara beðið eft­ir því að tím­inn líði, og nægi­leg fjar­lægð verði frá kosn­ing­un­um til að hann geti gleymt úr­slit­un­um. Flokk­ur­inn þarf að skilja hvað fór úr­skeiðis bæði und­ir lok kjör­tíma­bils­ins og í kosn­inga­bar­átt­unni – því hann varð sann­ar­lega viðskila við kjós­end­ur sína. Menn gera það ekki með því að plástra af­hroðið með gleymsku tím­ans. Við höf­um varla þorað að nálg­ast or­sak­ir kosn­inga­ó­sig­urs­ins með töng­um. Ég var á sín­um tíma með flokk í hönd­un­um sem lá lang­tím­um sam­an í 14-16%, fór niður í 11% í svört­ustu könn­un­inni, og við ger­breytt­um taktík eft­ir ráðslag og ráðgjöf vísra manna.

Við dróg­um upp sjó­kort af leið Íslands inn í framtíðina og töluðum ekki um neitt annað. Þetta ger­breytti okk­ar stöðu og gerði okk­ur að 30% flokki í tvenn­um kosn­ing­um. Á okk­ar tím­um, þegar fólk vill sátt og frið í sam­fé­lag­inu eft­ir róstu­tíma er hugs­an­lega meiri eft­ir­spurn eft­ir hug­mynd­um og mál­efn­um, og fólki sem hef­ur sann­fær­ingu, en burtreiðum. En hvað veit ég.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert