Eignir og skuldir leita jafnvægis

Eignir fjölskyldna eru aftur farnar að aukast, eftir mikla erfiðleikatíma. …
Eignir fjölskyldna eru aftur farnar að aukast, eftir mikla erfiðleikatíma. Þeir sem eiga minni eignir njóta meira góðs af því en þeir eignameiri. mbl.is/Rósa Braga

Þróun og samspil tekna, eigna og skulda fólks bendir til að botninum eftir efnahagsáfallið hafi verið náð á árinu 2010. Síðan þá hafa eignir og tekjur aukist en skuldir minnkað.

Athugun á skattframtölum bendir til að nú sé að taka við endurreisnarskeið þegar tekjur, eignir og skuldir leita aftur nýs jafnvægis.

Í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að eignir eru nú aftur farnar að aukast. Frá árinu 2010 hafa eignir landsmanna aukist um 59 milljarða að raungildi. Á þeim tíma hafa eignir auðugustu fjölskyldna landsins hins vegar haldið áfram að rýrna, um 46 milljarða samkvæmt skattframtölum fyrir árin 2011 og 2012. Eignaaukningin kemur því fram hjá öðrum eignahópum en þeim allra ríkustu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert