Þörf viðbygging við Þjóðleikhúsið

Nýja viðbyggingin er við aftanvert leikhúsið.
Nýja viðbyggingin er við aftanvert leikhúsið. mbl.is/Árni Sæberg

Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið, sem nýtt verður sem leikmunageymsla, var tekin í notkun þann 20. desember síðastliðinn.

Geymslan kemur til með að spara Þjóðleikhúsinu fjármuni auk þess að auka tekjumöguleika þess, að sögn Ara Matthíassonar, framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins.

Viðbyggingin er um 150 fermetrar og stendur fyrir aftan Þjóðleikhúsið við Lindargötu. Gólfflötur geymslunnar er í sömu hæð og Stóra sviðið með stóru hurðargati inn í aðalbygginguna, sem auðveldar flutninga stórra leikmynda inn á Stóra sviðið. Þá er eftir að setja upp lyftu í viðbyggingunni, sem kemur til með að ganga niður í kjallara leikhússins, þar sem smíðaverkstæðið er staðsett.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert