Gjaldeyrisstaða þjóðarbúsins betri

mbl.is

Gjaldeyrisstaða þjóðarbúsins lítur betur út en hún gerði á fyrri hluta árs 2013, ef frá er talin gjaldeyrisþörf vegna svonefndrar snjóhengju. Skuldatryggingarálag á erlend lán til ríkisins og fyrirtækja gæti því lækkað og vaxtakjör því batnað.

Þetta er mat Friðriks Más Baldurssonar, prófessors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Tilefnið er tvíþætt. Annars vegar 50 milljarða fyrirframgreiðsla Landsbankans inn á 300 milljarða króna skuld við gamla Landsbankann í erlendri mynt. Hins vegar þær fréttir að Orkuveita Reykjavíkur þurfi ekki að kaupa erlendan gjaldeyri á þessu ári til að mæta gjalddögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka