Hengdi sig næstum í gardínusnúru

Perlusnúrur á gardínum geta reynst hættulegar slysagildrur.
Perlusnúrur á gardínum geta reynst hættulegar slysagildrur. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Litlu munaði að illa færi þegar þriggja ára gam­all dreng­ur fest­ist í gard­ínu­snúru sem þrengdi að hálsi hans í gær. Móðir hans seg­ist hafa margvarað börn­in við þess­ari slysa­gildru heima hjá þeim, en óhappið varð í sum­ar­bú­stað þar sem fjöl­skyld­an varði ára­mót­un­um.

Dreng­ur­inn hékk í um 10-15 sek­únd­ur í gard­ín­unni áður en hann var losaður, en mörg­um klukku­stund­um síðar var enn rautt far á hálsi hans, þar sem hún skarst inn í húðina. Hon­um varð þó ekki meint af og seg­ir móðir hans, Katrín Rósa Eðvalds­dótt­ir, að lík­lega hafi henni verið meira brugðið.

„Stóri bróðir hans sagði svo­lítið seinna: „Núna vit­um við hvað mamma er hrædd um okk­ur,“ af því að ég fór að há­gráta. Hon­um fannst það svo­lítið merki­legt,“ seg­ir Katrín.

Auk­in slysatíðni hjá yngsta ald­urs­hópn­um

Flest slys á börn­um verða í heima­hús­um eða frí­stund­um. Mest er hætt­an hjá börn­um yngri en 5 ára, og hef­ur slys­um fjölgað í þess­um ald­urs­hópi úr 67 á hver 1000 börn árið 2003 í 83 árið 2012.

Hægt er að fá ýms­an ör­ygg­is­búnað til að gera dag­legt um­hverfi barn­vænna. T.d. er hægt að fá snúrustytti fyr­ir gard­ínu­bönd, til að hindra að börn vefji snúr­un­um utan um háls­inn. 

Katrín Rósa og fjöl­skylda voru hins­veg­ar stödd í ókunn­ug­um sum­ar­bú­stað um jól­in þar sem slíku var ekki að heilsa.

„Ég var að vinna á leik­skóla í fimm ár og þetta er eitt af því sem maður var alltaf að segja krökk­un­um. Ein­hverra hluta vegna spáðum við ekki í þetta í sum­ar­bú­staðnum eins og við ger­um heima, en þarna var glugg­inn í þeirri hæð að krakk­arn­ir voru alltaf uppi í glugga­kist­unni,“ seg­ir Katrín.

Sak­leys­is­leg­ir hlut­ir verða slysa­gildr­ur

Þegar óhappið varð, á ný­árs­dag, var fjöl­skyld­an í óða önn að ganga frá og bera far­ang­ur út í bíl. „Við reynd­um að hafa ofan af fyr­ir börn­un­um á meðan við kæm­um okk­ur út, en vor­um ekk­ert að sitja yfir þeim,“ seg­ir Katrín.

Son­ur henn­ar var uppi í glugga­kistu og setti perlu­bandið, sem hékk niður úr rúll­ugard­ínu, um háls­inn. Svo gleymdi hann sér og ætlaði að stíga niður úr kist­unni í sóf­ann en þá herti bandið að háls­in­um.

Sem bet­ur fór var Katrín í stof­unni þegar þetta gerðist og gat því brugðist skjótt við, en hún seg­ir þetta þó áminn­ingu um hve sak­leys­is­leg­ir hlut­ir í um­hverf­inu geti breyst hratt í slysa­gildr­ur.

„Maður slær engu upp í kæru­leysi þó maður sé í sum­ar­bú­stað. Það er alltaf heiti pott­ur­inn sem þarf að passa rosa­lega vel, og við pössuðum að all­ir væru með ör­ygg­is­gler­augu út af sprengj­un­um á gaml­árs­kvöld. En svo eru það þess­ir litlu hlut­ir sem maður þarf að muna að fylgj­ast með þegar maður kem­ur á nýj­an stað.“

Þessi mynd sem tekin var eftir að fjölskyldan kom heim …
Þessi mynd sem tek­in var eft­ir að fjöl­skyld­an kom heim sýn­ir farið eft­ir gard­ínu­snúr­una á hálsi drengs­ins, nokkr­um klukku­tím­um eft­ir óhappið. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert