Lundinn líður vegna hlýnunar hafsins

Lundinn er sagður ljúfastur fugla.
Lundinn er sagður ljúfastur fugla. mbl.is/Eggert

Hitastig sjávar virðist skipta höfuðmáli fyrir afkomu lundastofnsins. Líklegast þykir að það gerist í gegnum áhrif sjávarhita á sandsílin, beint eða óbeint. Sandsílin eru mjög mikilvæg fæða lundans og lundapysjunnar.

Stofnhrun hjá lundanum sunnan- og vestanlands virðist fylgja hlýskeiðum í Norður-Atlantshafi. Tölur um lundaveiði í háf í Vestmannaeyjum allt frá árinu 1880 og til dagsins í dag sýna að veiðin sveiflast í öfugu hlutfalli við sjávarhitann. Hlýjum sjó fylgir minni lundaveiði og köldum sjó fylgir meiri lundaveiði.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu fuglafræðinganna Erps Snæs Hansen og Arnþórs Garðarssonar, sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag. Um er að ræða skýrslu til Veiðikortasjóðs sem kom út í desember 2013. Þar er fjallað um vöktun viðkomu, fæðu, líftölu og könnun vetrarstöðva lundans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert