Mastrið ekki upp á næstunni

Tæp­lega fimm­tíu metra mast­ur sem stóð á Viðarfjalli í Þistil­f­irði þar til í nótt þegar það féll til jarðar fer ekki upp á næst­unni. Unnið verður að því að koma búnaði sem var uppi í mastr­inu yfir á önn­ur möst­ur. Útsend­ing­ar RÚV liggja niðri á stór­um svæðum og óvíst hvenær viðgerð lýk­ur.

Voda­fo­ne sér um rekst­ur búnaðar sem var uppi í mastr­inu. Hrann­ar Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri sam­skipta­sviðs Voda­fo­ne á Íslandi, seg­ir að menn á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins og verk­tak­ar séu á vett­vangi eða á leiðinni þangað. „Aðstæður eru hins veg­ar mjög erfiðar og veður­spá er slæm. Bæði er vont ferðaveður og slæmt veður til að at­hafna sig á svæðinu.“

Hann seg­ir að hliðræna sjón­varps­út­send­ing RÚV hafi dottið út og eins Rás 1 og Rás 2. Sta­f­ræn­ar út­send­ing­ar eru hins veg­ar virk­ar, þar sem þær eru í boði og sé það á öll­um þétt­býl­is­stöðum. Þá hafi þetta eng­in áhrif haft á net­sam­band. „Megin­áhersl­an er lögð á að koma út­varp­inu inn aft­ur.“

Spurður út í hvenær bú­ist er við að viðgerð ljúki seg­ir Hrann­ar að óvar­legt sé að full­yrða nokkuð á þess­um tíma­punkti. „Mastrið er ekk­ert að fara upp á næst­unni. Það sem menn munu gera er að reyna koma upp búnaði í önn­ur möst­ur. Því verður flýtt sem frek­ast er unnt, en aðstæður eru erfiðar og hugs­an­lega þarf að skipta út búnaði sem skemmd­ist þegar mastrið féll.“

Frétt mbl.is: 48 metra mast­ur féll til jarðar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert