Bæði biskup Íslands og forseti Íslands fjölluðu um neikvæðar hliðar umræðunnar á netinu í nýársræðum sínum í gær.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag bendir Andrés Magnússon, blaðamaður og fjölmiðlarýnir, á, að fjölmiðlar séu ekki lengur hliðverðir umræðunnar.
Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ, telur að hætta á persónulegum árásum geti fælt fólk frá því að taka þátt í opinberri umræðu.