Reykjavík verði herlaus borg

Jón Gnarr borgarstjóri.
Jón Gnarr borgarstjóri. mbl.is/Rósa Braga

Jón Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, stefnir að því að lýsa því formlega yfir að Reykjavík sé herlaus borg áður en kjörtímabil hans rennur út í vor. 

Jón greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hann segir að þetta sé sitt nýársheit og tekur fram að undirbúningur sé þegar hafinn

„Ég er reiðubúinn til að berjast fyrir þessu,“ segir Jón, en færslan er skrifuð á ensku.

Jón hefur verið borgarstjóri Reykjavíkur frá árinu 2010 þegar Besti flokkurinn vann stóran sigur í borgarstjórnarkosningunum. Hann greindi frá því í haust að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs í kosningunum sem fara fram í vor. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert