Ungir piltar kveiktu í blaðagámi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Engihjalla 11 um miðjan dag vegna elds sem kom upp í blaðagámi sem stóð við húsið. Eldurinn var staðbundinn og gekk slökkvistarf fljótt fyrir sig. Sjónarvottur segir að ungir piltar hafi verið að fikta þarna með púðurkerlingar og kastað slíkum ofan í gáminn með fyrrgreindum afleiðingum.

Vert er að minna á að eldhætta fylgir flugeldum af öllum gerðum og því getur fikt sem þetta leitt af sér mikið tjón, að ekki sé minnst á slysahættuna. Alvarlegustu slysin verða oft fyrstu dagana á nýju ári og þá helst hjá piltum sem fikta með flugelda, taka þá í sundur og safna púðri saman.

Í myndbandinu Ekkert fikt er höfðað til þessa hóps.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert