Fréttamenn Ríkisútvarpsins á Norðurlandi komust í hann krappann í dag þegar þeir hugðust fylgjast með viðgerðarmönnum á Viðarfjalli við Þistilfjörð í dag. Bifreið þeirra lenti utan vegar í hálku og þurftu fréttamennirnir að reiða sig á greiðvikni starfsmanna Vodafone til að komast aftur upp á veg.
Þetta kemur fram á síðu fréttastofu Ríkisútvarpsins á samfélagsmiðlinum Facebook, þar sem einnig er birt mynd af því þegar verið er að draga bifreiðina aftur upp á veg.
Viðgerðarmenn vinna að því að koma útsendingum aftur í gang en 48 metra hátt mastur Vodafone brotnaði undan ísingu í fyrrinótt, eins og greint hefur verið frá á mbl.is. Óvíst er hvenær útsendingar komist í lag.
Frétt mbl.is: Mastrið ekki upp á næstunni
Frétt mbl.is: 48 metra mastur féll til jarðar