Hannaði tenntan klakabrjót til að vinna gegn kalskemmdum

Teikning Gunnars Freys Þrastarsonar af breytta valtaranum.
Teikning Gunnars Freys Þrastarsonar af breytta valtaranum.

„Það er hægt að koma í veg fyrir kalskemmdir í túnum með því að koma súrefni að grasinu,“ segir Gunnar Freyr Þrastarson, nemandi í orku- og véltæknifræði við Háskólann í Reykjavík, en nemendur við skólann kynntu nýverið lokaverkefni sín.

Við gerð verkefnisins rannsakaði Gunnar Freyr klaka og hönnun sérstaks klakabrjóts til að koma í veg fyrir kalskemmdir í túnum en hugmyndina að verkefninu segist hann hafa fengið í kjölfar fréttaflutnings síðastliðið vor þar sem greint var frá kalskemmdum víða um land eftir mikil ísalög og kalt vor.

Lausnin við þessum vanda er að sögn Gunnars Freys sáraeinföld – hefðbundinn, dreginn valtari sem búið er að styrkja og útbúa með öflugum göddum utan á tromluna. Aðspurður segir Gunnar Freyr græjuna einungis vera til á blaði sem stendur en áformað er að hrinda hugmyndinni í framkvæmd á næstunni. „Næsta mál á dagskrá hjá mér er að sækja um styrk og smíða tækið til þess að geta prófað það í vor.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert