Hlutfallslegt verð á mat og drykk er nú svipað og það var um miðjan síðasta áratug, eða áður en kaupmáttur almennings fór í sögulegar hæðir á bóluárunum.
Þetta má lesa út úr greiningu Yngva Harðarsonar, hagfræðings hjá Analytica, sem hann tók saman að beiðni Morgunblaðsins.
Greining hans leiðir í ljós að verð á áfengi er hlutfallslega hátt og eiga auknar álögur þátt í því. Verð á ökutækjum fer hins vegar lækkandi og verð á raftækjum er hagstætt í sögulegu tilliti og meira fæst þar fyrir aurinn en áður.