Tvær bifreiðir sitja nú fastar á Öxnadalsheiði, þar af flutningabifreið, en heiðin er lokuð og ófær að sögn lögreglu á Akureyri. Ökumenn bifreiðanna bíða nú eftir að heiðin verði mokuð. Nokkur rigning hefur verið á þessum slóðum í morgun.