Breyti Herjólfi til að hann snúist síður

Með því að gera breytingar á skrokki skipsins má gera …
Með því að gera breytingar á skrokki skipsins má gera það rásfastara. mbl.is/Eggert

Hægt er að bæta mjög rásfestu Herjólfs með breytingum á skipinu, að mati þýskra sérfræðinga sem Siglingastofnun fékk til að skoða hvernig stendur á því að Herjólfur snýst svo mjög fyrir utan innsiglinguna að Landeyjahöfn.

Þýsku sérfræðingarnir telja að unnt sé að bæta úr ágöllum skipsins með því að breyta perustefni þess, færa slingubretti aftar og lengja kjölinn með skeggi við skut.

Þessar ábendingar hafa raunar áður komið fram, frá skipstjórum skipsins og fleirum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert