Enn liggur engin ákvörðun fyrir um hvort embætti ríkissaksóknara muni hafa frumkvæði að því að óska eftir því að Guðmundar- og Geirfinnsmálin verði tekin upp að nýju, samkvæmt upplýsingum frá embættinu.
Eftir að starfshópur sem fór yfir rannsókn málanna komst að þeirri niðurstöðu að veigamiklar ástæður væru fyrir því að málin yrðu tekin upp að nýju í mars í fyrra sagði Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari að hún hygðist fara yfir skýrsluna ásamt tveimur saksóknurum og ætlaði að gefa sér tíma fram yfir páskana í fyrra.