Ráðherra veðurtepptur á Flateyri

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Veðurtepptur á Flateyri. Stormur á storm ofan, allt ófært,“ segir Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, á Facebook-síðu sinni í dag en hann hefur verið á Flateyri að undanförnu þar sem eiginkona hans, Brynhildur Einarsdóttir, á rætur sínar.

Slæm færð er víða á Vestfjörðum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þannig er þæfingsfærð og skafrenningur á Flateyrarvegi og fólk beðið um að gæta varúðar þar vegna snjóflóðahættu. Þá er ófært og óveður á Steingrímsfjarðarheiði og um Þröskulda. Hætt var við að moka heiðina og Ísafjarðardjúp í dag en skoðað verður með mokstur í fyrramálið.

Illugi segir hins vegar gott að vita af snjóflóðavörninni fyrir ofan Sólbakka þar sem fjölskyldan hefur aðsetur. Þau slappi af og bíði þess að veðrinu sloti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert