Píratar þoli ekki álagið til lengdar

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur
Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur Rósa Braga

Píratar eru fínir á margan hátt. Ég hef ekki mikla trú á þeim og held að þeir muni ekki þola álagið til lengdar. Þegar þú kemur svona sem átsæter þá ertu með bæði hægri og vinstri á móti þér. Sjálfstæðismenn sjá þá sem enn eitt vinstri framboðið og vinstri flokkarnir, sérstaklega VG sér þá sem ógn sem taki frá þeim fylgi,“ sagði Jón Gnarr á vefsíðunni Reddit.com þar sem hann hefur setið fyrir svörum um helgina. Allir notendur síðunnar gátu sent inn spurningar sem Jón svaraði síðan eftir bestu getu. 

Það var margt sem notendur síðunnar vildu vita, og það einskorðaðist ekki við stjórnmál. Algengasta spurningin virtist vera spurningin sem tengist persónunni Indriða sem Jón lék í Fóstbræðrum á sínum tíma: Á ég að gera það? Aðrir voru áhugasamari um stjórnmálaskoðanir hans og var farið um víðan völl. Hann segist útiloka forsetaframboð, flugvöllurinn muni fara fyrr eða síðar og hann telur næsta borgarstjóra verða annað hvort Björn Blöndal eða Dag B. Eggertsson. 

Þá tjáir hann sig um næstu bók sem hann ætlar að gefa út, Rob Ford, borgarstjóra Toronto og vímuefnalöggjöfina. 

Sjá samtal Jóns við netverjana hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert