600 samið um dreifingu lyfjakostnaðar

mbl.is/Hjörtur

Frá því að nýtt lyfjagreiðslukerfi tók gildi 4. maí síðastliðinn hafa rúmlega 600 einstaklingar fengið samning um dreifingu lyfjakostnaðar hjá Sjúkratryggingum Íslands samkvæmt fréttatilkynningu frá velferðarráðuneytinu. Greiðsludreifing er hugsuð fyrir einstaklinga sem eiga í erfiðleikum með að greiða fyrir lyf vegna lágra tekna eða óvænts lyfjakostnaðar.

„Heildarfjárhæð að baki þeim rúmlega 600 samningum sem gerðir voru árið 2013 nemur um 8,5 milljónum króna. Til samanburðar má geta þess að frá 4. maí 2013 til áramóta nam almennur lyfjakostnaður 4.579 milljónum króna. Umfang greiðsludreifingar á sama tíma er því um 0,19% af lyfjakostnaði. Þorri umsókna um greiðsludreifingu barst í júní og júlí, umsóknum snarfækkaði í ágúst, hélt áfram að fækka til ársloka og í desember bárust samtals 14 umsóknir,“ segir ennfremur.

Fréttatilkynningin í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert