Jörð skalf við Svartsengi

Skjálftavirkni á Reykjanesskaga í dag. Mynd fengin af vef Veðurstofu …
Skjálftavirkni á Reykjanesskaga í dag. Mynd fengin af vef Veðurstofu Íslands.

Tveir jarðskjálftar urðu vestan við Svartsengi á Reykjanesskaga. kl. 12:12 í dag. Þeir voru með um sekúndumillibili og voru um 3,5 að stærð.

Einn skjálfti mældist á svipuðum stað kl. 12:10 um einn að stærð og einn kl. 12:14 um tveir að stærð. Enginn skjálfti hefur mælst síðan.

Tilkynningar um að skjálftarnir fundust hafa borist frá Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbæ.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert