Bjórframleiðendur þurfa að farga þeim jólabjór sem ekki selst áður en sölutímabili jólabjórs lýkur. ÁTVR setur reglur um sölutímabilið.
„Birgjar taka til baka það sem er óselt af jólabjór,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. „Tímabilið kláraðist í fyrradag, en það var lítið magn sem ekki seldist.
Í Morgunblaðinu í dag segir Agnes Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bruggsmiðjunnar, sem framleiðir Kalda, reglur um sölutímabil jólabjórs valda því að framleiðendur þurfi að passa að framleiða ekki meiri bjór en selst á tímabilinu.