Að minnsta kosti 20-30 hreindýr hafa drepist það sem af er vetri á Austurlandi vegna þess að ekið er á þau. Lögreglan á Eskifirði varar ökumenn á því að hreindýr eigi það til að hlaupa fyrirvaralaust inn á veginn.
Að sögn varðstjóra eru stórir hreindýrahópar á ferð, allt að 100 dýr í hóp, og eiga dýrin það til að stökkva fyrirvararlaust inn á þjóðveginn, hvort heldur í birtu eða myrkri.
Biður lögregla fólk um að gæta vel að sér en dýrin eru yfirleitt við þjóðveginn á milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar.