Draga boðaðar verðhækkanir til baka

Stjórnendur Emmessís ehf. hafa ákveðið að draga til baka boðaðar …
Stjórnendur Emmessís ehf. hafa ákveðið að draga til baka boðaðar verðhækkanir á vörum fyrirtækisins Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Stjórnendur Emmessís ehf. hafa ákveðið að draga til baka boðaðar verðhækkanir á vörum fyrirtækisins. Með þessu vill fyrirtækið leggja sitt af mörkum til að skapa sátt á vinnumarkaði og stuðla að stöðugleika í efnahagslífi þjóðarinnar þrátt fyrir umtalsverða verðhækkun aðfanga og aukinn framleiðslukostnað. Verð á öllum vörum Emmessís verður því áfram óbreytt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Emmessís ehf.

Það er mat stjórnenda að mikilvægt sé að nýgerðir kjarasamningar standi svo hægt sé að eyða óvissu og halda áfram að styðja við vöxt atvinnulífsins. Veigamikill þáttur í því er að halda verðlagi í skefjum, tryggja kaupmátt almennings og ná niður vaxtastigi í landinu. Það er bæði í þágu launafólks og atvinnurekenda, sem þurfa að búa við mun hærri fjármagnskostnað en þekkist í nágrannalöndum okkar.

Undanfarið ár hefur Emmessís farið ítarlega yfir rekstur sinn með það að markmiði að hagræða í stað þess að velta kostnaðarhækkunum út í verðlagið. Þegar erfitt var að ganga lengra vegna frekari hækkana á aðföngum var tilkynnt um 4,5% hækkun á völdum vörum í febrúar næstkomandi. Ákvörðunin byggði á mikilli verðhækkun aðfanga frá erlendum og innlendum birgjum, sem fyrirtækið hefur nú ákveðið að bregðast við með enn meiri hagræðingu.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert