Þeir sem fljúga flugmódelum, sem eru annað fyrirbæri, en flygildi, hafa sett sér þær reglur að fljúga ekki yfir mannfjölda.
Í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að þeir hafa af því nokkrar áhyggjur að flygildi sem flogið er yfir mannfjölda gætu bilað, fallið til jarðar og valdið slysi.
Slíkt gæti leitt til þess að of stífar reglur yrðu settar, telja þeir.