Hvetja til þess að sniðganga vöru

Verslunarmannafélag Suðurlands
Verslunarmannafélag Suðurlands

Hald­inn var í kvöld á Sel­fossi al­menn­ur fé­lags­fund­ur Versl­un­ar­manna­fé­lags Suður­lands og var sam­mælst um að hvetja fé­lags­menn, jafnt sem fé­laga í öðrum stétt­ar­fé­lög­um lands­ins, til þess að sniðganga þau fyr­ir­tæki sem boðað hafa hækk­an­ir á vöru og þjón­ustu að und­an­förnu.

Þá for­dæm­ir fund­ur­inn hækk­an­ir rík­is­ins á gjald­skrá heil­brigðisþjón­ustu, sem tóku gildi nú um ára­mót­in, auk þess sem at­hygli er vak­in á því að gengi ís­lensku krón­unn­ar hef­ur styrkst mikið á síðustu miss­er­um. „Sem gef­ur enn frek­ar til­efni til engra hækk­ana, miklu frem­ur lækk­un á vör­um og þjón­ustu,“ seg­ir í til­kynn­ingu sem Versl­un­ar­manna­fé­lag Suður­lands sendi frá sér í kjöl­far fund­ar­ins.

Þar seg­ir enn­frem­ur að aldrei hafi verið brýnna en nú að þjóðin sam­ein­ist um að verðbólga lækki og verði aldrei meiri en 2,5% í lok árs 2014.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert