Reykjavíkurborg fær falleinkunn

Ráðhús Reykjavíkur
Ráðhús Reykjavíkur mbl.si/Eggert Jóhannesson

Reyk­vík­ing­ar eru óánægðari með þjón­ustu borg­ar­inn­ar en íbú­ar fimmtán annarra sveit­ar­fé­laga með þjón­ustu í sinni heima­byggð. Þetta kem­ur fram í þjón­ustu­könn­un sem Capacent Gallup gerði fyr­ir árið 2012 og rædd var í borg­ar­ráði í morg­un. Garðabær og Seltjarn­ar­nes verma oft­ast efsta sætið.

Könn­un­in náði, eins og áður seg­ir, til sex­tán sveit­ar­fé­laga á land­inu. Meðal ann­ars var spurt hversu ánægðir viðkom­andi íbú­ar væru með að búa í sveit­ar­fé­lagi sínu. Reykja­vík­ur­borg lenti þar í 10. sæti en í efstu sæt­in röðuðust Mos­fells­bær, Ak­ur­eyri, Seltjarn­ar­nes og Garðabær. Í neðsta sæti var Reykja­nes­bær.

Einnig var spurt út í skipu­lags­mál. Þar var ánægj­an mest í Garðabæ en Reykja­vík hafnaði í 14. sæti. Borg­in var í 15. sæti þegar spurt var út í gæði um­hverf­is­ins í ná­grenni við heim­ili svar­enda og aðeins Reykja­nes­bær var fyr­ir neðan.

Þegar svo spurt var út í þjón­ustu Reykja­vík­ur­borg­ar fékk hún fall­ein­kunn. Borg­in var í neðsta sæti af sveit­ar­fé­lög­un­um þegar spurt var út í þjón­ustu við barna­fjöl­skyld­ur, þjón­ustu grunn­skóla, þjón­ustu leik­skóla, þjón­ustu við eldri borg­ara og þjón­ustu við fatlað fólk. Garðabær og Seltjarn­ar­nes voru hins veg­ar oft­ast í efstu sæt­um.

Hins veg­ar, þegar spurt var um þjón­ustu Reykja­vík­ur í heild­ina litið, út frá reynslu og áliti, hækkaði Reykja­vík­ur­borg um tvö sæti þegar litið er á sveit­ar­fé­lög­in öll.

Sorg­leg staðreynd

Sem áður seg­ir var þjón­ustu­könn­un­in til umræðu á fundi borg­ar­ráðs í morg­un. Júlí­us Víf­ill Ingvars­son, borg­ar­ráðsfull­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði í sam­tali við mbl.is eft­ir fund­inn að í þjón­ustu­könn­un­inni komi fram sorg­leg staðreynd. „Af þess­um sam­an­b­urði við önn­ur sveit­ar­fé­lög sést að Reykja­vík­ur­borg veit­ir að mati borg­ar­búa ófull­nægj­andi þjón­ustu og ekk­ert sveit­ar­fé­lag fær neðsta sætið jafn oft og Reykja­vík.“

Hann seg­ir að af könn­un­inni megi sjá að borg­ar­bú­ar séu óánægðir með skipu­lags­mál og sam­göngu­mál, en ekki síst með þjón­ust­una í borg­inni. „Auðvitað er mikið áhyggju­efni að grunn­skól­arn­ir og leik­skól­arn­ir okk­ar þykja lak­ast­ir í sam­an­b­urði við önn­ur sveit­ar­fé­lög og þjón­usta við eldri borg­ara og fatlað fólk fær sams kon­ar fall­ein­kunn.“

947 Reyk­vík­ing­ar tóku þátt í könn­unni

Capacent Gallup hringdi í 10.198 manns á öllu land­inu, 18 ára og eldri, og voru þeir handa­hófs­vald­ir úr viðhorfa­hópi Capacent Gallup. Einnig var hringt í fólk úr völd­um póst­núm­er­um og því boðin þátt­taka á neti. Fjöldi svar­enda var 5.363 eða 52,6% og þar af voru 947 Reyk­vík­ing­ar sem svöruðu könn­un­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert