Steingrímur óskar eftir fundi

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon Ómar Óskarsson

Steingrímur J. Sigfússon fulltrúi Vinstri grænna í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur óskað eftir fundi í nefndinni við fyrsta tækifæri. Tilefnið er staða nýgerðra kjarasamninga í kjölfar frétta af verðhækkunum, bæði hjá hinu opinbera og á almennum markaði, umfram forsendur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði.

Steingrímur óskaði jafnframt eftir því að fjármála- og efnahagsráðherra, forsætisráðherra og forysta Samtaka atvinnulífsins verði kölluð á fundinn til þess að skýra stöðuna og hvernig standa eigi við gerða kjarasamninga.

 „Það ljóst að þær hækkanir sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga ganga eftir geta étið upp takmarkaðan ávinning almenns launafólks af nýgerðum kjarasamningum,“ er haft eftir Steingrími í tilkynningu. „Því er mikilvægt að forysta ríkisstjórnarinnar og atvinnurekenda skýri með hvaða hætti þau ætla að standa við þá kjarasamninga sem þeir skrifuðu undir fyrir jól.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert