Eitt þúsund manns gengu úr þjóðkirkjunni

Samtals gengu 936 fleiri úr Þjóðkirkjunni en í hana á …
Samtals gengu 936 fleiri úr Þjóðkirkjunni en í hana á tímabilinu. Sigurgeir Sigurðsson

Rétt rúmlega eitt þúsund manns gengu úr þjóðkirkjunni á tímabilinu 1. október til og með 31. desember 2013. Á sama tíma gengu eitt hundrað manns í hana. Samtals gengu 936 fleiri úr þjóðkirkjunni en í hana á tímabilinu. Af þeim 1.037 sem gengu úr þjóðkirkjunni skráðu 242 sig í fríkirkjur. 

Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman tölur um breytingar á trú- og lífsskoðunarfélagsaðild sem skráðar hafa verið frá 1. október til 31. desember 2013. Nýskráðir utan trúfélaga voru 346 fleiri en gengu í félög eftir að hafa verið utan félaga. Þá er gefinn kostur á því að skrá sig í ótilgreint trúfélag og 22 gerðu slíkt.

Í lífsskoðunarfélagið Siðmennt gengu 322 fleiri en úr því. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka