Frá hruni hafa viðskipti hjá leigubílstjórum á höfuðborgarsvæðinu dregist saman um allt að fjórðung.
Þetta segir Ástgeir Þorsteinsson formaður Frama – sem er félag leigubifreiðastjóra, í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.
Hans menn eru mjög á móti nýju lagafrumvarpi um fólksflutninga. Ótækt sé að skilgreina bílstjóra með fjóra farþega í hópferð, eins og lagt er til. Slíkt vegi að hagsmunum leigubílstjóra og rústi stétt sem eigi mjög í vök að verjast af mörgum ástæðum.