Slapp ólétt út úr brennandi íbúð

Eldur kom upp í íbúð í Hraunbæ í nótt.
Eldur kom upp í íbúð í Hraunbæ í nótt. Mynd/Pressphotos.biz

„Lík­am­lega erum við í lagi en and­lega erum við bara í rúst. Íbúðin er ónýt og allt inni í henni er ónýtt. Við stönd­um bara á göt­unni á nær­bux­un­um,“ seg­ir Sæ­dís Alma Sæ­björns­dótt­ir, nítj­án ára stúlka, í sam­tali við mbl.is, en hún slapp út úr brenn­andi íbúð í Hraun­bæ 30 í nótt.

Eins og greint var frá á mbl.is snemma í morg­un kom upp eld­ur á þriðja tím­an­um í nótt í íbúð í fjöl­býl­is­húsi í Hraun­bæ. „Mamma vakti mig og barns­föður minn og við hlup­um fram og beint út. Við héld­um að hún mundi koma á eft­ir okk­ur en hún fór aft­ur inn í her­bergi því hún hélt að við kæm­umst ekki út,“ seg­ir Sæ­dís Alma.

„Kærast­inn minn hljóp í gegn­um eld­inn aft­ur, inn í her­bergið mitt, sem er innsta her­bergið í íbúðinni, og náði í hund­inn minn og mömmu mína. Hann bjargaði mömmu minni og hund­in­um mín­um.“

Kött­ur­inn gæti hafa rek­ist í kerti

Auk Sæ­dís­ar, barns­föður­ins og móður­inn­ar var sjö ára frænka henn­ar líka í íbúðinni en hún slapp fyrst út. Á Sæ­dís Alma von á barni hinn 10. mars næst­kom­andi.

Hún seg­ir að lík­leg­ast hafi kviknað í íbúðinni út frá kerti sem kis­an henn­ar hafi rek­ist í. „Því miður dó hún.“

Hún seg­ir að marg­ir vin­ir og ætt­ingj­ar hafi haft sam­band við þau í dag og boðist til að hjálpa. „Svo hringdi í mig maður, sem ég hafði aldrei heyrt áður í, og bauð mér allt fyr­ir barnið, svo sem barna­rúm, skipti­borð, dýnu, barna­vagn og barna­bíl­stól. Þetta eyðilagðist allt hjá mér og ég er mjög þakk­lát fyr­ir að hann skyldi hringja í mig,“ seg­ir hún.


Sædís Alma slapp út úr brennandi íbúðinni.
Sæ­dís Alma slapp út úr brenn­andi íbúðinni. Úr einka­safni
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert