Safn mynda sem teknar voru á Íslandi árið 1943, þar á meðal á Þingvöllum, í Vestmannaeyjum, á Hólum í Hjaltadal, í Reykjavík og við Gullfoss hefur nú verið birt á heimasíðu forsætisráðuneytisins.
Filmur með myndunum voru keyptar árið 2008 á flóamarkaði í Ungverjalandi. Eigandinn sendi forsætisráðherra myndirnar nýlega. Hér má sjá safnið í heild sinni.